Posted
12:38 e.h.
by Gu�ni R�
"Að sögn talsmanna Impregilo hefur hann gengist undir þrjár aðgerðir. Þegar ljóst var hversu alvarlega hann var slasaður var ákveðið að senda eftir eiginkonu hans hingað til lands. Það var erfiðleikum bundið þar sem heimaslóðir hjónanna eru í lélegu símasambandi en að sögn Impregilo tókst það ekki hvað síst fyrir góða milligöngu
danska sendiráðsins í Kína. " (Vísir, 11. des. 2006 12:30)
Athyglisvert að þetta hafi verið fyrir tilstuðlan góða milligöngu danska sendiráðsins í Kína. Eru Íslendingar ekki með sendiráð í Beijing? Ef sendiráð getur ekki sinnt svona verkefnum til hvers er það þá til staðar? Til að áframsenda verkefni til danska sendiráðsins? Voru starfsmenn íslenska sendiráðsins kannski í veislu? Og af hverju var þeim dönsku ekki boðið?
Endanlega ljóst að sendiherrar sendiráð Íslands starfsvettvangur óhæfra manna. Annað hvort fólk sem sent er í slík störf til að losna við, sbr. Albert Guðmundsson og Jón Baldvin eða þá starfa sendiráðin eingöngu í þágu auðmanna sem þurfa á þjónustu sendiráðanna að halda.
Til hvers þurfum við að halda uppi rándýru sendiráði í Kína? Það er þá bara vegna viðskiptahagsmuna við þetta veldi mannréttindaleysis sem Valgerður Sverrisdóttir heldur svo mikið upp á. Stjórnvöld hér á landi segja ekki múkk við yfirgangi kínverskra stjórnvalda á þegnum sínum.
Það er allavega hægt að eyða sendiráðspeningunum í eitthvað annað ef engin þörf er á íslenskum sendiráðum og við getum áframsent öll verkefni á það danska.