Posted
3:18 e.h.
by Gu�ni R�
Die Blonde Maschine
Undur og stórmerki gerast. Menn reknir úr skólanum. Versta tónlist í heimi í matsalnum. Og það á að
aflita á mér hárið. Heimurinn er svo sannarlega að fara til fjandans.
Allt þetta að gerast eftir undursamlega Akureyrarferð. Guðni stóð ekki fyrir neinum skandölum í þetta skiptið. Þeir voru þó ekki margir að sögn þeirra sem ekki voru dauðadrukknir. Við Ghettóbræður stóðum við okkar, vorum blindfullir allan tímann og gerðum okkar besta. Þetta var æðisleg ferð og vil ég þakka öllum drykkjufélögum mínum.
Hlutverk mitt sem tímavörður var erfitt, heitt, sveitt, þunnt og erfitt. Hef aldrei verið jafn þunnur og neyddur til að sitja í þroskaheftum ljósum í alltof langan tíma.
Að lokum vil ég koma með eitt heillarráð til allra bloggara. Ekki segja eitt né neitt sem getur reitt einhvern til reiði. Einu sinni var síðan mín og Elvars skoðuð af yfirvöldum skólans. Núna er síðan hans Elvars á tungum allra landsmanna eftir birtingu í Dv. Og síðast en ekki síst heyrast sögur af því að Bragi sé rekinn úr skólanum sökum fingralipurðar sinnar. Ég lýsi því yfir að þetta sé varla undir velsæmdarmörkum. Ef einhver segir að hann sé ekki að fíla einhverja manneskju þá ætti það varla að vera nóg til að reka viðkomandi úr einhverju. Hvað sem það ætti svo sem að vera. Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað Bragi sagði, en það getur varla verið það slæmt að sé tilefni til þess að loka síðunni hans og reka hann úr skólanum. Þá er allavega FB að fara til fjandans.