laugardagur, desember 16, 2006
mánudagur, desember 11, 2006
Posted
12:38 e.h.
by Gu�ni R�
"Að sögn talsmanna Impregilo hefur hann gengist undir þrjár aðgerðir. Þegar ljóst var hversu alvarlega hann var slasaður var ákveðið að senda eftir eiginkonu hans hingað til lands. Það var erfiðleikum bundið þar sem heimaslóðir hjónanna eru í lélegu símasambandi en að sögn Impregilo tókst það ekki hvað síst fyrir góða milligöngu danska sendiráðsins í Kína. " (Vísir, 11. des. 2006 12:30) Athyglisvert að þetta hafi verið fyrir tilstuðlan góða milligöngu danska sendiráðsins í Kína. Eru Íslendingar ekki með sendiráð í Beijing? Ef sendiráð getur ekki sinnt svona verkefnum til hvers er það þá til staðar? Til að áframsenda verkefni til danska sendiráðsins? Voru starfsmenn íslenska sendiráðsins kannski í veislu? Og af hverju var þeim dönsku ekki boðið? Endanlega ljóst að sendiherrar sendiráð Íslands starfsvettvangur óhæfra manna. Annað hvort fólk sem sent er í slík störf til að losna við, sbr. Albert Guðmundsson og Jón Baldvin eða þá starfa sendiráðin eingöngu í þágu auðmanna sem þurfa á þjónustu sendiráðanna að halda. Til hvers þurfum við að halda uppi rándýru sendiráði í Kína? Það er þá bara vegna viðskiptahagsmuna við þetta veldi mannréttindaleysis sem Valgerður Sverrisdóttir heldur svo mikið upp á. Stjórnvöld hér á landi segja ekki múkk við yfirgangi kínverskra stjórnvalda á þegnum sínum. Það er allavega hægt að eyða sendiráðspeningunum í eitthvað annað ef engin þörf er á íslenskum sendiráðum og við getum áframsent öll verkefni á það danska.
fimmtudagur, september 28, 2006
Posted
8:42 e.h.
by Gu�ni R�
Árni JohnsenÁrni er merkilegur maður. Kom í kastljósinu og talaði um að hann væri sterkari maður eftir þær hrakfarir sem hann "lenti" í. Í hverju lenti Árni spyr ég? Hann sagði að honum þætti svo gaman að vinna fyrir fólkið í landinu. Jafn gaman og honum þykir að stela frá því? Þetta lið sem skrifaði undir þennan 1100 manna undirskriftarlista getur ekki verið með öllum mjalla. Ég myndi ekki treysta þessum manni fyrir súperdós. Ef hann kemst ofarlega á lista sjálfsæðismanna að þá held ég að það þurfi að senda sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi í geðrannsókn. Þeir sem svo mögulega geta sjálfstæðisflokkinn næsta vor eftir allt það sem á undan er gengið, ja, hvað skal maður segja. Þetta er stórmerkilegt lið.
Posted
2:02 e.h.
by Gu�ni R�
Hrós.Hrós fær Félagsstofnun Stúdenta fyrir nýju Skuggagarða. Eða partýgarða eins og þeir ættu að heita réttu nafni. Frábær staðsetning og ágætis húsakynni fyrir fátæka námsmenn. Þeir hljóta að standa undir kostnaði þar sem að verkamennirnir sem byggðu þessi húsnæði stigu nú ekki alveg í vitið. Skoðið þetta... Hurðinn passar ekki í hurðarkarminn. Einnig má nefna aðra minna háttar hluti á borð við gólf sem ekki er slétt osfrv... Ég ætla rétt að vona að kínverjarnir/pólverjarnir/lettarnir/eða aðrir illa launaðir starfsmenn á Kárahnjúkum hafi ekki gleymt sér í svipuðu stundarbrjálæði þegar það kom að frágangi þeirra massífu framkvæmdar.
Posted
1:51 e.h.
by Gu�ni R�
ComebackHeil og sæl. Stóðst ekki mátið og er farin af stað á ný. Það eru kaflaskipti hjá mér um þessar mundir og í dag eru einnig kaflaskipti í íslenskri sögu. Búið að setja tappann í baðkarið og Hálslón (les:samviskubit þingmanna) að fyllast. Ég kom frá Kína fyrir nokkrum vikum síðan eftir hálfs árs dvöl. Kannski mun ég færa ykkur nokkur orð frá þeim tíma þegar á líður ásamt öðru sem er mér efst í huga. Fyrsta sem fólk spyr þegar það hittir mig í fyrsta sinn eftir ferðina til Kína er iðulega: Hvernig var??? Því er eiginlega ekki hægt að svara í einni setningu eins og fólk vill heyra. En það var mjög athyglisvert. Eins og myndin hér til hliðar sýnir líka. Það var athyglisvert að dvelja í "The Propaganda and Education Center of the People´s Republic of China".
laugardagur, apríl 17, 2004
Posted
12:40 f.h.
by Gu�ni R�
Nútíma-nostalgía
Þetta hugtak er í sjálfu sér ranghverfa. En í dag á tímum ranghverfanna má má athuga slík hugtök nánar. Þegar betur er að gáð má sjá ýmislegt sem rétt má teljast á meðal ranghverfunnar. Þessi nútíma-nostalgía sem talað er um, virðist erfið fyrir marga að skilja. Nostalgíu menn dýrkuðu fortíðina. Nútíma- nostalgíumenn eru auðvitað þeir sem dýrka nútíma listamenn sem er nostalgíusinnar. Flóknara en það eru hlutirnir ekki. Því miður tapa of margir sér í nútíma nostalgíunni. Margar hljómsveitir eiga það til að tapa sér í nostalgíunni og aðdáendur þeirra þar með í nútíma-nostalgíunni.
Kúrekinn kveður að sinni...
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Posted
10:41 f.h.
by Gu�ni R�
Kastrup
Langt síðan seinast. Gott að byrja frá byrjun þegar allir lesendur síðunnar eru horfnir. Núna er ég staddur á Kastrup létt ölvaður eftir að hafa byrjað að drekka klukkan 8:55 í morgun. Sólin skein og það var um að gera að koma sér út í blíðuna. Hver veit nema maður sé barasta orðinn útitekinn eftir þessa þrjá blessaða sólartíma.
Verkefni dagsins: Sygla inn tveimur kippum af bjór + rauðvínsflösku til landsins þrátt fyrir að vera tveimur árum undir aldri.
mánudagur, mars 22, 2004
Posted
10:05 f.h.
by Gu�ni R�
Pása?
Eins og flestir hafa tekið eftir þá hef ég verið í ansi góðu bloggfríi. Þar sem að það hefur gefið einstaklega vel af sér hef ég ákveðið að framfylgja því eitthvað lengur. Ekki er vitað hve lengi það mun standa yfir en þó má búast við einhverjum dágóðum tíma.
Kúrekakveðja
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Posted
3:18 e.h.
by Gu�ni R�
Die Blonde Maschine
Undur og stórmerki gerast. Menn reknir úr skólanum. Versta tónlist í heimi í matsalnum. Og það á að aflita á mér hárið. Heimurinn er svo sannarlega að fara til fjandans.
Allt þetta að gerast eftir undursamlega Akureyrarferð. Guðni stóð ekki fyrir neinum skandölum í þetta skiptið. Þeir voru þó ekki margir að sögn þeirra sem ekki voru dauðadrukknir. Við Ghettóbræður stóðum við okkar, vorum blindfullir allan tímann og gerðum okkar besta. Þetta var æðisleg ferð og vil ég þakka öllum drykkjufélögum mínum.
Hlutverk mitt sem tímavörður var erfitt, heitt, sveitt, þunnt og erfitt. Hef aldrei verið jafn þunnur og neyddur til að sitja í þroskaheftum ljósum í alltof langan tíma.
Að lokum vil ég koma með eitt heillarráð til allra bloggara. Ekki segja eitt né neitt sem getur reitt einhvern til reiði. Einu sinni var síðan mín og Elvars skoðuð af yfirvöldum skólans. Núna er síðan hans Elvars á tungum allra landsmanna eftir birtingu í Dv. Og síðast en ekki síst heyrast sögur af því að Bragi sé rekinn úr skólanum sökum fingralipurðar sinnar. Ég lýsi því yfir að þetta sé varla undir velsæmdarmörkum. Ef einhver segir að hann sé ekki að fíla einhverja manneskju þá ætti það varla að vera nóg til að reka viðkomandi úr einhverju. Hvað sem það ætti svo sem að vera. Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað Bragi sagði, en það getur varla verið það slæmt að sé tilefni til þess að loka síðunni hans og reka hann úr skólanum. Þá er allavega FB að fara til fjandans.
mánudagur, febrúar 09, 2004
Posted
2:10 e.h.
by Gu�ni R�
ái
Einu sinni voru ég, Elvar og Stebbi fullir og Elvar datt í gegnum gólf. Á laugardaginn gerðist svipað fyrir mig. Nema hvað að á Kaffibarnum er hurð í gólfinu sem leiðir til kjallarans. Ég vissi ekki að hurðin var opin og tók eitt skref til hægri. Þetta var eitt versta skref sem ég hef tekið. Með þessu skrefi tók ég eina byltu og lenti á tröppum, svo á vegg og svo á gólfinu. Þar lá ég í dágóðann tíma og vonaði að ég gæti staðið upp. Sem betur fer gat ég það, en hinsvegar hefur aldrei verið jafn vont að kúka og núna. Rófubeinið er nefnilega í verkfalli.
|